Markmið verkþáttar 10 er að finna sverasta tréð á því svæði sem nemendur hafa valið sér. Það sem hafa þarf með í ferðina er: málband, blýantar, blöð, garn, skæri og myndavél. Nemendum er skipt í 4 hópa og hver hópur velur sér afmarkað svæði. Nemendur mæla trén á svæðinu með því að setja band utan um trén og leggja bandið á málband og síðan er sverleiki trésins skráður á blað. Þegar sverasta tréð er fundið er það skoðað, rætt um tegund, gerð og lögun og það merkt með bandi.